Skilmálar á íslensku
Upplýsingar um fyrirtækið
Pastelpaper (Linda Jóhannsdóttir, kt. 100184-2229) / Barmahlíð 51, 105 Reykjavík / +354 8480848 / info.pastelpaper@gmail.com
Pastelpaper áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur verið staðfest.
Viðskiptavinur getur fengið vörurnar sendar í pósti eða sótt þær í vöruhús okkar.
- Sending
Heimsending innanlands upp á 990 kr bætist við verð þegar gengið er frá greiðslu. Allar myndir eru sendar í pappahólkum heim að dyrum með Íslandspósti, sé ekki unnt að taka við sendingunni þarf að sækja hana á næsta pósthús. Ef verslað er fyrir 12.000kr eða meira fellur heimsendingargjald niður.
Kjósi viðskiptavinur að sækja vöruna á skrifstofur Pastelpaper í Barmahlíð 51, 105 Reykjavík, gengur það að sjálfsögðu líka og kostar ekki aukalega.
-
Sækja
Veljir þú að sækja pöntun frekar en að fá hana senda getur afgreiðsla tekið 1-3 virka daga. Þú færð tölvupóst um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar.
Afhending pantana fer fram á skrifstofu Pastelpaper í Barmahlíð 51, 105 Reykjavík. Pantanir eru afhentar og afgreiddar frá kl 10-17 alla virka daga.
Smelltu hér til að sjá staðsetningu í Google Maps.
Verð og verðbreytingar
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. og birt með fyrirvara um villur. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar.
Pastelpaper áskilur sér rétt til að fella niður pantanir og endurgreiða séu villur í verðum þegar pantað er.
Að skipta og skila vöru
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því gefnu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.
Skil geta farið þannig fram að kaupandi skili vöru á skrifstofu Pastelpaper í Barmahlíð 51, 105 Reykjavík, eða sendi okkur vöruna með pósti á eigin kostnað.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðslu ef þess er krafist.
Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
----